Nýttu þér desembertilboðin hjá Húðfegrun

Á þessum árstíma brjóta margir hugann um hver sé hin fullkomna jólagjöf fyrir ástvini og jafnvel samstarfsmenn. Öll viljum við hitta í mark og gefa gjöf sem gleður, því að sælla er að gefa enn þiggja.

Hvernig virkar gjafakortið?

Annar kosturinn er sá að velja ákveðna meðferð í gjafakortið. „Þetta hefur verið vinsælt hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og vilja fá endurnýjun á árangrinum sem hlotist hefur. Dæmi um þetta er til dæmis Laserlyfting, sem er mjög vinsæl jólagjöf. Einnig hefur Húðslípunin notið mikilla vinsælda í gjafakortunum fyrir jólin, auk annarra meðferða.

Hinn möguleikinn er sá að kaupa gjafakort að ákveðinni upphæð og þá getur handhafi nýtt sér þá upphæð upp í meðferð að eigin vali. Þetta hefur til dæmis verið vinsælt hjá þeim fyrirtækjum sem kaupa gjafakort hjá Húðfegrun fyrir starfsmenn sína.“

Tilvalið fyrir mömmu og ömmu –
En hvað er vinsælt fyrir eldri dömur?

Díana segir að Laserlyftingin ásamt Hydro Deluxe og Húðslípun hafi allar notið vinsælda í jólapakkann fyrir eldri dömur. „Einnig er vinsælt að kaupa gjafabréf að ákveðinni upphæð og þá geta dömurnar fengið ráðleggingar hjá okkur um hvaða meðferð hentar best.“

Fullkomin gjöf fyrir eiginkonuna

Margir eiginmenn velja að kaupa jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hjá Húðfegrun. Díana segir að þeir kaupi þá gjarnan gjafakort í þá meðferð sem eiginkona sé í hverju sinni. „Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir og margir hafa sagt mér að þeir upplifi nú í fyrsta skipti að kaupa jólagjöf sem virkilega hittir í mark hjá eiginkonunni. Þeir koma ár eftir ár og allir eru sáttir. Gjafakortin eru einnig tilvalin fyrir þær sem hafa augastað á meðferð hjá Húðfegrun en hafa ekki látið verða af því að koma“, bætir Díana við.

Frábært fyrir bestu vinkonuna

Húðslípun er vinsælasta vinkonugjöfin hjá Húðfegrun. Þetta er góð gjöf sem gefur heilbrigðari og fallegri húð.
Hrönn er 58 ára og kemur reglulega í Húðslípun. „Húðin öðlast ferskleika eftir Húðslípun og verður mun þéttari,“ segir Hrönn.

Handa eiginmanninum

Sífellt fleiri karlmenn venja komur sínar í Húðfegrun enda er aukin meðvitund um umhirðu húðarinnar meðal beggja kynja. Gjafakort hjá Húðfegrun eru tilvalin jólagjöf fyrir karlmenn engu síður en konur. Varanleg háreyðing, Tattoeyðing, Laserlyfting, Gelísprautun, Dermapen og Húðþétting eru vinsælar meðferðir fyrir karlmenn.

Pétur er 31 árs og hefur komið í mismunandi meðferðir

„Ég er mjög ánægður með þjónustuna hjá Húðfegrun. Ég kann að meta hvað þær eru hreinskilnar og segja hreint út hvaða meðferðir muni hjálpa þér og hvaða meðferðir muni ekki bera jafn mikinn árangur.“

Lesa meira um fimm vinsælustu meðferðirnar hjá karlmönnum

Fyrir starfsfólkið

Það hefur aukist til muna að fyrirtæki gefi starfsfólki dekur í jólapakkann. Gjafakort frá Húðfegrun passar mjög vel sem gjöf í jólapakkann frá fyrirtækinu. Það eru sterk skilaboð frá fyrirtækinu að starfsmenn taki tíma fyrir sig og dekri við húðina.

Nýttu þér desembertilboðin hjá Húðfegrun! 
Gjafabréf á 15% afslætti  

Við hjá Húðfegrun bjóðum 15% afslátt af öllum gjafabréfum í desember.

Laserlyfting á 15% afslætti

Laserlyftingin er bylting í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð. Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt.

Elínborg er 55 ára og hefur komið fjórum sinnum í Laserlyftingu

„Húðin í andlitinu var farin að slappast og leitaði ráða hjá hjúkrunarfræðingi Húðfegrunar. Mér var ráðlagt að taka fjögur skipti í Laserlyftingu og ég sé ekki eftir því. Mér fannst húðin styrkjast og línur mýkjast. Mér fannst líka mikill kostur að það sér ekki á húðinni eftir Laserlyftinguna og maður getur farið beint í vinnuna eftir meðferð.“

Gelísprautun á 15% afslætti

Gelísprautun er vinsæl meðferð fyrir þá sem vilja losna við línur, jafna út hrukkur og endurmóta andlitsdrætti. Meðferðin hentar einnig fyrir þá sem vilja fá aukna fyllingu í varir, kinnar, kinnbein og/eða höku. Díana segir að með Gelísprautun aukist kollagen-framleiðsla húðarinnar og í kjölfarið öðlist húðin aukinn ljóma og þéttleika. ,,Neauvia Organic fyllingarefnið er hreinasta og öruggasta

fyllingarefnið sem er í boði. Þetta er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans. Árangurinn helst lengi eftir meðferð eða allt frá sex mánuðum og upp í nokkur ár,“ segir Díana.

Guðrún er 48 ára og hefur komið í Gelísprautun einu sinni

„Áður en ég fór í Gelísprautun var ég mjög skeptísk því mér fannst þetta mikið inngrip. Upplifunin var hinsvegar allt önnur en ég hefði getað gert mér í hugarlund. Ég mundi líkja stungunni við að hafa verið klipin lítillega, þar sem ég hafði borið deyfikrem á húðina klukkustund fyrir tímann. Svo kom smávegis þrýstingur þegar efninu var sprautað undir húðina en svo nuddaði hjúkrunarfræðingurinn svæðið og ég fann ekkert fyrir þessu enda var fagmennskan í fyrirrúmi . Ég sé mikinn mun á húðinni minni í kjölfar Gelísprautunnar. Húðin er slétt og fín á því svæði sem sprautan var notuð en ég get sett í brýrnar og allar hreyfingar í andlitinu eru eðlilegar. Ég vildi að ég hefði látið verða af þessu fyrir löngu síðan!“

Hydro Deluxe á 15% afslætti

Hydro Deluxe er einstök meðferð sem eykur ljóma húðarinnar, grynnkar línur, sléttir húðina og eykur kollagenframleiðslu.

Neauvia Organic, sem er samsett úr náttúrulegum fjölsykrum, amínósýrum og steinefnum, er sprautað grunnt víðsvegar um andlit, háls eða aðra líkamshluta og vinnur samsetning þess gegn öldrun húðarinnar, auk þess að næra hana og gefa henni ljóma og fyllingu.

Kristján er 29 ára og hefur komið í Hydro Deluxe meðferð

„Húðin mín var þunn og ég átti í sífelldri glímu við þurrk. Ég hafði einnig farið í mismunandi meðferðir til að vinna á örum eftir bólur. Ég ákvað að prófa Hydro Deluxe meðferðina, þrátt fyrir að vera viðkvæmur fyrir sársauka. Meðferðin var ekki sársaukalaus en deyfikremið hjálpaði heilmikið. Hjúkrunarfræðingurinn hjálpaði mér að slaka á og meðferðin tók frekar fljótt af. Þetta var allt þess virði því eftir Hydro Deluxe meðferðina, finnst mér húðin hafa styrkst innan frá. Ég er ekki lengur grár og gugginn heldur upplifi að húðin sé þykkari, heilbrigðari og hafi öðlast ljóma. “

Vilt þú vita meira um meðferðirnar hjá Húðfegrun? Nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar: www.hudfegrun.is

Hægt er að bóka tíma alla virka daga á milli kl. 09:00 – 18:00 í

síma 533-1320

Við tökum vel á móti þér í Vegmúla 2.

leo. elit. libero. Donec diam quis ultricies Curabitur velit, odio adipiscing