Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans,sem heldur líkamanum saman, kolla er komið úr grísku og þýðir lím, enda oft talað um að kollagenið sé límið í líkamanum,
en þetta prótein sér til þess að vefir líkamans haldist sterkir. Kollagenið finnst í liðum, vöðvum, sinum og beinum en einnig er það mjög stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna.

Nokkrar staðreyndir um kollagen:

  • Kollagen finnst í öllum líkamanum, sérstaklega í húð, beinum og bandvefi.
  • 16 mismunandi tegundir af kollagen finnast í líkamanum, sumar eru sterkari en stál.
  • Kollagen framleiðsla fer að hægjast um 25 ára aldurinn, hægist um 1.5% á hverju ári.
  • Reykingar og UV geislar draga úr kollagen framleiðslu.
  • Kollagen er notað í sárameðferð.
  • Húðvörur sem eiga að auka virkni kollagens er talið ólíklegt, í ljósi þess að kollagen mólikúlin eru talin of stór til að frásogast í gegnum húðina.
  • Lasergeislar, útvarpsbylgjur (RF), gelísprautun með náttúrulegum fjölsykrum og micronálameðferð örva framleiðslu kollagens í undirlagi húðarinnar.

Vítamín sem hafa áhrif á örvun kollagens:

  • A vítamín – finnst í gulrótum, spínati, tómötum, mango og aprikósum.
  • C vítamín – finnst í sítrusávöxtum, tómötum, blómkáli, kartöflum og grænmeti með blaðgrænu.
  • E vítamín – finnst í hnetum, lárperu, spínati, heilkorni og sjávarafurðum.

Húðfegrun býður upp á eftirfarandi meðferðir sem örva

kollagen framleiðslu:

Dermapen: micronálarnar erta kollagen framleiðslu í undirlagi húðarinnar og húðin þéttist, stynnist, hrukkur og línur grynnka. Dermapen meðferðin virkar einnig afar vel á ör og litabreytingar.


Laserlyfting: lasergeislarnir hita undirlag húðarinnar upp í 66° hita, þannig að kollagenið örvast og húðin þéttist, stynnist og hrukkur og línur grynnka.


Húðþétting: notaðar eru útvarpsbylgjur (RF) sem hita undirlag húðarinnar uppí 60 – 65°hita og húðin þéttist og stynnist og ummál minnkar. Til að ná sem bestum árangri er mælt með a.m.k. 4 meðferðum. Árangur er að koma í ljós alveg upp í 6 mánuði frá meðferð.


Gelísprautun með fjölskykrum: hefur einnig áhrif á eigin kollagen framleiðslu. Neauvia framleiðir nokkur efni sem örva eigin kollagen framleiðslu. Árangur gelísprautunar er að koma í ljós 3 vikum eftir meðferð.

Viltu frekari upplýsingar um meðferðirnar okkar? Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig!
efficitur. consequat. Sed quis porta. risus.