Sveppaeyðing

Við hjálpum þér að losna varanlega við svepp í nögl!

Lasermeðferð sem losar þig við svepp í nögl er byltingarkennd meðferð, byggð á nýjustu tækni á markaðnum.
Svepp í nögl hefur verið erfitt að losna við því sveppurinn fer ekki nema þú þvingir hann til þess. Sérfræðingar hafa lengi leitað leiða til að fjarlægja sveppi í nöglum og nú er sú bið á enda. Húðfegrun býður upp á meðferð til að fjarlægja svepp í nögl með nýjustu lasertækni frá Alma laser. Sveppaeyðing er heildræn meðferð án skurðaðgerðar sem losar þig við svepp á nögl án þess að hafa neikvæð áhrif nærliggjandi vefi eða heilsu þína.

Sveppaeyðing:

  • Er byltingarkennd meðferð til að losa við svepp í nögl
  • Er framkvæmd með nýjustu lasertækni
  • Er einföld meðferð
  • Er áhrifarík meðferð
  • Er meðferð sem skilar góðum árangri
Sveppaeyðing niðurstöður - Fleiri Myndir

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að laserinn hitar svepp í nögl nógu mikið upp til að brjóta hann niður og eyða honum smám saman.
Annars vegar er verið að eyða bakteríunni í sveppnum í nöglinni sjálfri og hins vegar í undirlagi húðar. Í kjölfarið vex ný og heilbrigð nögl. Laser sveppaeyðing er einföld meðferð sem skilar byltingarkenndum árangri.

Mælt er með að nögl sé vel snyrt og þynnt fyrir meðferð.

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í fjögur til sex skipti til að losna alfarið við sveppinn. Allavega mánuður þarf að líða á milli meðferða. Best er þó að láta 6-8 vikur líða á milli meðferða á svepp í nögl á fæti þar sem neglur vaxa mjög hægt á fótum.

Eftir að meðferð er framkvæmd geta verið til staðar eymsli í nögl og tá sama dag og meðferð er framkvæmd

 Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til tvo daga.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Viltu frekari upplýsingar um Sveppaeyðing?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig!

f712966221627e992b4ea35b2473b123...........................