Tattooeyðing

 

Lasermeðferð á tattoo er byltingarkennd meðferð til að vinna burt tattoo og litabreytingar í húð eftir tattoo.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislinn nemur litinn í tattooinu og eykur hita í litabreytingu húðar nógu mikið til að brjóta hann niður án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið dofnar smám saman tattooið og/eða litabreyting húðar.

 

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í sex til tíu skipti til að ná góðum árangri. Það er þó breytilegt eftir stærð, staðsetningu, lit sem notaður var í tattoo, og dýpt á lit niður í undirlag húðar. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

 

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í einn til tvo daga og allt upp í viku. Einnig geta í sumum tilvikum myndast blöðrur, sár og hrúður á húð, sem er eðlilegt, en mikilvægt er að láta hrúður alveg gróa til að ná hámarksárangri meðferðar. Bera þarf græðandi krem á svæðið fyrstu daga eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

 

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

TattooeyðingVerð
Tattooeyðing x 1
15-40.000
c237cde0860edffd6442ee0101d7656a<<<<<<<<

Skráðu þig á póstlistann!

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir af húðmeðferðum og nýjustu tilboðum.

Velkomin/n á póstlista Húðfegrun!