Ör og húðslit

 

Lasermeðferð á örum og húðsliti er framkvæmd með nýjustu og öflugustu lasertækni á markaðnum. Meðferðin vinnur vel á djúpum, grunnum og upphleyptum örum og húðsliti.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að laserinn brýtur niður örvefinn/ ónýtu húðina þar sem örið/ húðslitið er staðsett og byggir upp undirliggjandi vefi húðarinnar og þéttir ysta lag hennar. Strax eftir meðferð fer húðin að draga sig saman og þéttast. Í kjölfarið verður örið/ húðslitið minna og daufara.

 

Líða þurfa að lágmarki sex til tólf mánuðir frá því að ör myndaðist þar til meðferð er framkvæmd. Líða þurfa að lágmarki þrír til sex mánuðir frá því að húðslit myndaðist þar til meðferð er framkvæmd.

 

Fjöldi meðferða: Mælt er með fjórum til sex meðferðum, fer eftir stærð svæðis og dýpt á öri eða húðsliti. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

 

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem geta varað frá sjö dögum og allt upp í tvær vikur, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla. Í sumum tilvikum geta myndast blöðrur, sár og hrúður á húð eftir meðferð, sem er eðlilegt, en mikilvægt er að láta hrúður alveg gróa til að ná hámarksárangri meðferðar. Mælt er með að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

 

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Ör & HúðslitVerð
Ör - grunn & djúp10-20.000
Húðslit - grunn & djúp15-20.000

Ör og húðslit

 

Lasermeðferð á örum og húðsliti er framkvæmd með nýjustu og öflugustu lasertækni á markaðnum. Meðferðin vinnur vel á djúpum, grunnum og upphleyptum örum og húðsliti.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að laserinn brýtur niður örvefinn/ ónýtu húðina þar sem örið/ húðslitið er staðsett og byggir upp undirliggjandi vefi húðarinnar og þéttir ysta lag hennar. Strax eftir meðferð fer húðin að draga sig saman og þéttast. Í kjölfarið verður örið/ húðslitið minna og daufara.

 

Líða þurfa að lágmarki sex til tólf mánuðir frá því að ör myndaðist þar til meðferð er framkvæmd. Líða þurfa að lágmarki þrír til sex mánuðir frá því að húðslit myndaðist þar til meðferð er framkvæmd.

 

Fjöldi meðferða: Mælt er með fjórum til sex meðferðum, fer eftir stærð svæðis og dýpt á öri eða húðsliti. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

 

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem geta varað frá sjö dögum og allt upp í tvær vikur, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla. Í sumum tilvikum geta myndast blöðrur, sár og hrúður á húð eftir meðferð, sem er eðlilegt, en mikilvægt er að láta hrúður alveg gróa til að ná hámarksárangri meðferðar. Mælt er með að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

 

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.
Ör & HúðslitVerð
Ör - grunn & djúp10-20.000
Húðslit - grunn & djúp15-20.000
eb504643f081ad068e43a3ac93163028FFFFFFFFFFFFFFFFF

Skráðu þig á póstlistann!

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir af húðmeðferðum og nýjustu tilboðum.

Velkomin/n á póstlista Húðfegrun!