Háreyðing

 

Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á líkamanum. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasertækið hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.
Miklar framfarir hafa orðið í tækni til varanlegrar háreyðingar og er nýjasta lasermeðferðin hjá okkur með innbyggðu kælitæki þannig að viðkomandi finnur hvorki fyrir hita né sársauka.

 

Árangur af varanlegri háreyðingu og umhirða eftir meðferð

 

Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð ásamt því að forðast sól í viku. Eftir tvo til þrjá daga má plokka, raka eða vaxa svæðið. Hluti háranna fer strax eftir fyrstu meðferð og kemur aldrei aftur. Hárin detta af á 7-12 dögum. Meðferðin hægir á hárvexti þeirra hára sem eftir verða.

Raka þarf svæði fyrir meðferð þar sem hárin þurfa að vera styttri en 0,2 mm.

 

Fjöldi meðferða

Lengd meðferðar ræðst af umfangi hárvaxtar, gróf- og þéttleika hársins og háralit. Algengt er að það þurfi að lágmarki sex til tíu meðferðir til að sjá góðan árangur, en það er háð lit háranna og svæðum líkamans. Að lágmarki þarf að líða mánuður á milli meðferða.

 

Eftir að háreyðing er framkvæmd getur verið til staðar hiti og roði í húð sama dag og meðferðin er framkvæmd.

 

Eftir að háreyðing meðferð er framkvæmd þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Plokka, raka eða vaxa ekki svæðið í 2 til 3 daga.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til tvo daga.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

HáreyðingVerð
Axlir25.000
Bak25-40.000
Bikinilína20.000
Bringa eða magi25-40.000
Efri vör & haka20.000
Efri vör eða haka15.000
Efri vör, haka & vangi25.000
Eyru15.000
Fingur15.000
Handabök & fingur20.000
Fætur40.000
Handakrikar15-20.000
Handleggir20.000
Hné & niður20.000
Nári að hné25.000
Höfuð20.000
Kynfærasvæði25.000
Nef eða nefhár15.000
Rass20.000
Sportrönd15.000
Vangar15.000
611b27c368593788689d87cbbedf2109)))))))))))

Skráðu þig á póstlistann!

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir af húðmeðferðum og nýjustu tilboðum.

Velkomin/n á póstlista Húðfegrun!