Háræðaslit og rósroði

 

Lasermeðferð á háræðasliti og rósroða er framúrskarandi meðferð sem vinnur vel á grunnum og djúpum háræðaslitum á andliti, bringu og fótum. Einnig er boðið upp á meðferð sem vinnur vel á rósroða og rauðum blettum.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislinn hitar æðina sem verið er að meðhöndla án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið minnkar æðaslitið eða rósroðinn smám saman.

 

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í fjögur til sex skipti fyrir æðar í andliti og að lágmarki í sex skipti fyrir æðar í fótum til að ná góðum árangri. Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á rósroða í sex til tíu skipti. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

 

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í einn til tvo daga og allt upp í viku, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla. Einnig getur í sumum tilvikum myndast hrúður, sár og blöðrur, sem er eðlilegt, en mikilvægt er að láta hrúður alveg gróa til að ná hámarksárangri meðferðar. Mælt er með því að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Einnig er mælt með því að nota stuðningsbuxur í a.m.k. viku eftir meðferð. Góður stuðningur minnkar álagið á æðarnar og eykur blóðflæði í fótum.

 

Eftir meðferð þarf að:

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til tvo daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

 

Til að ná sem bestum árangri eftir meðferð á æðasliti á fótum er mælt með að:

  • Klæðast sokkum/sokkabuxum með góðum stuðningi í viku eftir meðferð.
  • Forðast að standa eða sitja lengi.
  • Ekki láta fætur hanga sé þess kostur.
  • Forðast að krossleggja fætur.
  • Forðast áreynslu fyrstu 3 daga eftir meðferð.

Háræðaslit & RósroðiVerð
Háræðaslit - Andlit15-20.000
Háræðaslit - Fætur15-25.000
Rósroði15-20.000
89f904c50493f109d3fe8973d04b5f96##################

Skráðu þig á póstlistann!

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir af húðmeðferðum og nýjustu tilboðum.

Velkomin/n á póstlista Húðfegrun!